Sandgerðisdagar settir í dag
Sandgerðisdagar verða settir í dag við ráðhús Sandgerðis, Vörðuna. Setning hátíðarinnar verður fyrsta embættisverk nýs bæjarstjóra,Sigrúnar Árnadóttur, en það mun hún gera ásamt grunn- og leikskólanemendum úr Sandgerði. Setningarathöfnin hefst kl. 13:00.
Opnun myndlistarsýningar leikskólabarna.
Leynigestur mætir á svæðið.
LISTATORG
kl. 14.00
Ljósmyndasýning Olgeirs Andréssonar opnar.
SAFNAÐARHEIMILI HVALSNESKIRKJU
kl. 19.00 – 20.30
Kynnar: Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson.
Hátíðardagskrá í Safnaðarheimilinu.
Elín Helgadóttir syngur.
Grunnskólanemendur lesa upp úr verkum Selmu Hrannar Maríudóttur.
Sabína Siv Sævarsdóttir syngur.
Ávarp forseta bæjarstjórnar, Ólafur Þór Ólafsson.
Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Sigrún Árnadóttir, ávarpar samkomuna.
Sandgerðisdagalagið. Verðlaunaafhending.
Hanna María Jónsdóttir og Júlía Rut Sigursveinsdóttir syngja.
Kvartettinn Grass leikur nokkur lög úr kvikmyndinni „O' Brother where art thou“. Kvartettinn skipa þær Soffía Björg Óðinsdóttir, Ösp Kristjánsdóttir, Hildur Halldórsdóttir og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. Leiðir stúlknanna í Grass lágu saman í Tónlistarskóla FÍH þar sem þær eru allar við nám.
Bergsteinn Ómar Óskarsson tónlistarmaður.
Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson.
MAMMA MÍA
kl. 21.00
Aftan festival - Fram koma:
Guðmundur Hreinsson
Sibba og Marína
Soffía Björg
Fjarkarnir
Frítt inn.