Sandgerðisdagar hefjast í kvöld með spurningakeppni
	Fyrsti dagskrárliður Sandgerðisdaga verður í kvöld þegar efnt verður til Pub Quiz spurningakeppni í Efra Sandgerði. Við sama tækifæri mun Fríða Dís Guðmundsdóttir kynna tónlistarverkefni sitt.
	
	Skráning í spruningakeppnina er á staðnum. Í dagskrá Sandgerðisdaga segir að nýjustu fréttir hermi að Sandgerðingar taki þátt í Útsvari í ár og því sé lag að safna liði og æfa sig fyrir komandi keppni.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				