Sandgerðisdagar hefjast eftir helgi
Sandgerðisdagar eru ekki lengur aðeins yfir helgi heldur byrjar dagskráin strax næsta mánudag.
Á mánudagskvöldið er Pub quiz spurningakeppni, á þriðjudeginum er pottakvöld kvenna í sundlauginni og á miðvikudaginn er setningarhátíð Sandgerðisdaga. Mikið verður því um að vera alla vikuna og má nálgast dagskrána á vefsíðu Sandgerðisbæjar.