Sandgerðisdagar haldnir hátíðlegir
Dagskrá Sandgerðisdaga heldur áfram í dag. Hátíðin var sett í gærkvöldi og tóku veðurguðirnir þátt í setningarhátíðinni með því að demba góðri rigningarskúr yfir hátíðarsvæðið. Í dag er hins vegar skaplegasta veður og sól í heiði. Dagskráin er fjölbreytt og við allra hæfi. Suðurnesjamenn eru hvattir til að taka þátt í Sandgerðisdögum en það sem þar er í boði má kynna sér inni á vefnum www.245.is
Mynd: Frá setningu Sandgerðisdaga í gærkvöldi. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson