Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandgerðisdagar framundan
Mánudagur 25. ágúst 2008 kl. 11:09

Sandgerðisdagar framundan

Sandgerðisdagar eru framundan þar sem bæjarbúar og gestir þeirra munu gera sér glaðan dag með ýmsu móti. Upphaf dagana er á morgun þegar Sandgerðisfáninn verðir dregin að húni við athöfn í Vörðunni. Dagskráin nær svo hámarki um helgina með þéttskipaðri skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Á meðal þess sem boðið verður upp á eru listsýningar í Listatorgi og fræðasetrinu, golfmót, skemmtisigling, dorgveiðikeppni, fjölskylduratleikur grillveisla, Harasystur, dansleikur með Magna og félögum í hljómsveitinni Á móti Sól, svo nokkuð sé nefnt. Það er á nógu að taka í skemmtidagskránni en hana má nálgast á slóðinni http://sandgerdisdagar.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024