Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandgerðisdagar frá morgni til kvölds
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 09:18

Sandgerðisdagar frá morgni til kvölds

Sandgerðisdagar standa nú yfir í Sandgerði. Dagskrá hófst á mánudagskvöld og lýkur á sunnudag. Dagarnir ná hins vegar hámarki á laugardag. Þá verður þétt dagskrá frá morgni til kvölds. Hátíðarsviðið verður að þessu sinni við grunnskólann en ekki á hafnarsvæðinu eins og áður.

Einn af hápunktum föstudagsins er knattspyrnukeppni milli Norðurbæjar og Suðurbæjar. Leikurinn hefst kl. 16 á morgun, föstudag. Boðið verður upp á saltfiskveislu fyrir keppendur. Húllumhæ verður á skólasvæðinu á sama tíma og sundlaugardiskó verður um kvöldið í sundlauginni. Söngva- og sagnakvöld verður í Efra Sandgerði og ball með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna í Samkomuhúsinu, svo eitthvað sé nefnt.

Á laugardag verður golfmót, ganga og dorgveiði. Opið hús verður hjá slökkviliðinu og vöfflukaffi í Miðhúsum. Þekkingarsetrið er með mikla dagskrá. Hátíðarsvæðið við Grunnskólann mun iða af lífi frá kl. 13. Um kvöldið verður sérstök kvölddagskrá við Grunnskólann sem hefst með Hverfa- og Litagöngu. Kl. 22:45 á laugardagskvöld verður flugeldasýning og þá verður dansleikur í samkomuhúsinu með Á móti sól.

Á sunnudaginn verður svo dagskrá í Hvalsneskirkju. Ítarlega dagskrá Sandgerðisdaga má sjá á vef Sandgerðisbæjar.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024