Sandgerðisbær tekur þátt í Útsvari
Sandgerðisbær tekur nú þátt í spurninga- og skemmtiþættinum Útsvari á RÚV í fyrsta sinn og teflir fram öflugu keppnisliði sem er skipað þeim Einari Valgeiri Arasyni, Bylgju Baldursdóttur og Andra Þór Ólafssyni. Þeim til halds og trausts verður símavinurinn Hlynur Þór Valsson.
Fyrsta viðureign Sandgerðisbæjar í keppninni verður við lið Tálknafjarðar föstudaginn 1. nóvember.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Útsvarsliðið ásamt bæjarstjóranum. Frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, Bylgja Baldursdóttir, Einar Valgeir Arason og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.