Sandgerðingur tekur þátt í Wipeout
Sandgerðingurinn Ómar Svavarsson tekur þátt í hinum vinsæla þætti Wipeout, en þátturinn verður tekinn upp í Argentínu. Ómar flaug utan í gær. Skráning fór fram á visir.is á sínum tíma og bárust 3500 umsóknir. Úr þeim voru 112 keppendur valdir og var Ómar einn þeirra.
Fréttavefurinn 245.is greinir frá þessu. Ómar sagðist í samtali við 245 vera í góðu formi, en hann verður við tökur í eina viku. Þátturinn Wipeout gengur út á það að keppendur leysa ýmsar þrautir þar sem mikið reynir á úthald, snerpu og útsjónarsemi.