Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samverustundir með fjölskyldunni standa upp úr
Jóna Rut Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík
Fimmtudagur 31. desember 2015 kl. 07:00

Samverustundir með fjölskyldunni standa upp úr

- Við áramót: Jóna Rut Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík

Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2015 á Suðurnesjum?
Mikil aukning ferðamanna og jákvæðni í ferðamálum. Flott uppbygging í Grindavík og aukning íbúa á Suðurnesjum. 
 
Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið?
Gamli Grindvíkingurinn Bergur Þór Ingólfsson leikari/leikstjóri var mjög áberandi á árinu, til dæmis sem leikstjóri í Billy Elliot og leikari í Rétti 3.
 
Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári? 
Fór í þrjár utanlandsferðir sem standa upp úr. Las Vegas sem var einstök skemmtun, algjör Disney fullorðinna. Fór svo sem fararstjóri með elstu dóttur minni til Benidorm á Costa Blanca Cup þar sem þær tóku sig til og unnu mótið, frábær upplifun. Um jól og áramót er svo dýrmæt fjölskylduferð til Kanarý. Svona samverustundir standa uppi eftir árið, minningar með þeim sem eru manni næst eru nauðsynlegar.
 
Hvað breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári? 
Ég vil sjá meiri uppbyggingu á svæðinu með fjölbreyttum atvinnutækifærum og jákvætt viðhorf landsmanna til Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024