Samsýning í Gallerí Innrömmun
Laugardaginn 1. mars kl. 14.00 opna Agnes Agnarsdóttir, Bergþóra Káradóttir, Guðmundur Maríasson, Halla Harðardóttir og Sigrún Hansdóttir, myndlistasýningu í Gallerí Innrömmun Suðurnesja að Iðavöllum 9.
Sýndar verða olíumyndir m.a í landslagi, kúbísku abstrakti, uppstillingar og andlitsmyndir.
Öll verkin eru afrakstur af námskeiði sem Listafélagið stóð fyrir og stóð í 8 kvöld.
Allir eru velkomnir að koma og skoða og þiggja veitingar.