Samsýning F.M.R. á Ljósanótt og uppboð
Opnun samsýningar Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ verður kl. 18.00 fimmtudaginn 1. september. Opið verður frá kl. 18 – 20 fimmtudaginn 1. september, föstudaginn 2. september verður opið frá 13 – 20, laugardaginn 2. september frá kl. 13 - 23 og sunnudaginn 3. september frá kl. 13 – 17.
Gallerý Svarta – Pakkhús sem selur handverk og myndlist félagsmanna verður með opið á sama tíma. Svarta – Pakkhúsið er á Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ.
Spákona bíður þjónustu sína í innra herbergi Svarta-Pakkhússins gegn vægu gjaldi.
Einnig kemur Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ til með að standa fyrir uppboði á málverkum í portinu við Hafnargötu 22. Myndirnar sem koma á uppboðið verða hengdar upp í fremra rými í Svarta-Pakkhúsi og verða til sýnis þar til á uppboðinu á laugardagskvöldinu. Uppboðið hefst um leið og flugeldasýningu líkur og er stjórnandinn Kjartan Már Kjartansson. Allur ágóði af uppboðinu rennur óskertur til reksturs Myndlistaskóla Reykjanesbæjar sem félagið rekur.
Úrslit í Logó samkeppni F.M.R.
Nú í vor voru úrslit kunngjörð í logo-samkeppni félagsins. Ólafur Árni Halldórsson, grafískur hönnuður og félagi í Félagi myndlistamanna sendi inn tillögu að logói og valdi dómnefndin þá tillögu sem logó félagsins. Í dómnefnd voru Árni Sigfússon bæjarstjóri, Goddur prófessor frá L.H.Í. og Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistakona. Sparisjóðurinn í Keflavík styrkti keppnina um verðlaunafé. Í öðru sæti var Hannes Friðriksson og í þriðja sæti var Lárus Þór Pálmason.
Gallerý Svarta – Pakkhús sem selur handverk og myndlist félagsmanna verður með opið á sama tíma. Svarta – Pakkhúsið er á Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ.
Spákona bíður þjónustu sína í innra herbergi Svarta-Pakkhússins gegn vægu gjaldi.
Einnig kemur Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ til með að standa fyrir uppboði á málverkum í portinu við Hafnargötu 22. Myndirnar sem koma á uppboðið verða hengdar upp í fremra rými í Svarta-Pakkhúsi og verða til sýnis þar til á uppboðinu á laugardagskvöldinu. Uppboðið hefst um leið og flugeldasýningu líkur og er stjórnandinn Kjartan Már Kjartansson. Allur ágóði af uppboðinu rennur óskertur til reksturs Myndlistaskóla Reykjanesbæjar sem félagið rekur.
Úrslit í Logó samkeppni F.M.R.
Nú í vor voru úrslit kunngjörð í logo-samkeppni félagsins. Ólafur Árni Halldórsson, grafískur hönnuður og félagi í Félagi myndlistamanna sendi inn tillögu að logói og valdi dómnefndin þá tillögu sem logó félagsins. Í dómnefnd voru Árni Sigfússon bæjarstjóri, Goddur prófessor frá L.H.Í. og Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistakona. Sparisjóðurinn í Keflavík styrkti keppnina um verðlaunafé. Í öðru sæti var Hannes Friðriksson og í þriðja sæti var Lárus Þór Pálmason.