Samkaup styður MND félagið á Íslandi
MND félagið hélt í víking til Danmerkur dagana 18. til 22. september sl. Farið var til Korsör þar sem stofnað var norrænt félag MND sjúklinga og aðstandenda. Í för voru sjúklingar, aðstandendur og sérfræðingar af Landspítala. Í förinni voru 25 karlar og konur, þar af 6 sjúklingar.
Ferðin var möguleg með styrkjum frá félögum og einstaklingum sem styrkt hafa MND
félagið af miklum rausnarskap. Samkaup lætur sitt ekki eftir liggja, þegar þeir sem minna meiga sín, eiga í hlut og því afhenti Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, nafna sínum Sigurðssyni, formanni MND félagsins á Íslandi, 100.000 krónur til fararinnar. Guðjón Sigurðsson sagði stuðning Samkaupa mikilvægan, en fjárveitingin átti að duga til að greiða rútuferðir í Danmörku og til að greiða fyrir a.m.k. eina máltíð fyrir allan hópinn.
Guðjón Sigurðsson tekur við 100.000 króna styrk frá nafna sínum Stefánssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ferðin var möguleg með styrkjum frá félögum og einstaklingum sem styrkt hafa MND
félagið af miklum rausnarskap. Samkaup lætur sitt ekki eftir liggja, þegar þeir sem minna meiga sín, eiga í hlut og því afhenti Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, nafna sínum Sigurðssyni, formanni MND félagsins á Íslandi, 100.000 krónur til fararinnar. Guðjón Sigurðsson sagði stuðning Samkaupa mikilvægan, en fjárveitingin átti að duga til að greiða rútuferðir í Danmörku og til að greiða fyrir a.m.k. eina máltíð fyrir allan hópinn.
Guðjón Sigurðsson tekur við 100.000 króna styrk frá nafna sínum Stefánssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson