Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samkaup styður MND félagið á Íslandi
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 14:21

Samkaup styður MND félagið á Íslandi

MND félagið hélt í víking til Danmerkur dagana 18. til 22. september sl. Farið var til Korsör þar sem stofnað var norrænt félag MND sjúklinga og aðstandenda. Í för voru sjúklingar, aðstandendur og sérfræðingar af Landspítala. Í förinni voru 25 karlar og konur, þar af 6 sjúklingar.
Ferðin var möguleg með styrkjum frá félögum og einstaklingum sem styrkt hafa MND
félagið af miklum rausnarskap. Samkaup lætur sitt ekki eftir liggja, þegar þeir sem minna meiga sín, eiga í hlut og því afhenti Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, nafna sínum Sigurðssyni, formanni MND félagsins á Íslandi, 100.000 krónur til fararinnar. Guðjón Sigurðsson sagði stuðning Samkaupa mikilvægan, en fjárveitingin átti að duga til að greiða rútuferðir í Danmörku og til að greiða fyrir a.m.k. eina máltíð fyrir allan hópinn.

Guðjón Sigurðsson tekur við 100.000 króna styrk frá nafna sínum Stefánssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024