Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samfylkingin grillar í góða veðrinu
Laugardagur 26. apríl 2003 kl. 15:57

Samfylkingin grillar í góða veðrinu

Samfylkingin bauð upp á grillaðar pylsur og gos rétt fyrir utan kosningaskrifstofu sína á Hafnargötu í Reykjanesbæ í góða veðrinu í dag. Frambjóðendur í Suðurkjördæmi og stuðningsmenn flokksins grilluðu pylsur fyrir gesti og gangandi og voru margir sem létu þetta ekki framhjá sér fara. Svo mikið var borðað af pylsum að kaupa þurfti auka skammt af pylsum og pylsubrauði svo allir gætu fengið.Alþingiskosningar eru 10. maí og hafa allir flokkarnir verið duglegir við að veiða atkvæði með ýmsum hætti. Svo virðist vera að grillveislur séu vinsæl leið hjá flokkunum en nú hafa flestir flokkarnir í Suðurkjördæmi boðið upp á grillveislu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024