Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samdi lag fyrir vin sinn sem þjáist af hvítblæði
Föstudagur 30. september 2011 kl. 11:00

Samdi lag fyrir vin sinn sem þjáist af hvítblæði


„Þetta var mikið áfall fyrir okkur í fótboltanum því hann er búinn að æfa með okkur lengi. Ég hef svo verið í tónlistinni í dáldin tíma, bæði að semja texta og annað og þetta var eitt af því fyrsta sem kom upp í hugann. Ég hef heyrt mikið af lögum í þessum dúr, t.d. lagið með Kristmundi Axel sem hann samdi til föður síns og ég ákvað að gera svona lag og leitaði bara að því sem stóð mér næst,“ segir rapparinn Arnar Már Örlygsson eða MC Narri sem að nýlega samdi lag tileinkað Keflvíkingnum Birki Alfons Rúnarssyni sem berst þessa stundina við hvítblæði. Lagið nefnist Hef trú á þér (Birkir Alfons Rúnarsson)

Arnar segir viðbrögðin við laginu hafa verið góð og margir hafa þakkað mér og vita af laginu þótt það hafi ekki verið lengi á youtube.“ Arnar var búinn að láta Birki vita að hann hefði þetta lag í vinnslu og Birkir lagði blessun sína yfir lagið. „Foreldrar hans brugðust mjög vel við,“ segir Arnar sem hefur ekki verið lengi að rappa. „Ég byrjaði þetta bara í hálfgerðu gríni en svo fór þetta fljótlega að snúast í alvöru og nú er ég búinn að gera tvö lög. Andri Már félagi minn hjálpar mér með tónlistina en ég geri alla mína texta sjálfur,“ en Arnar rappar eingöngu á íslensku sem hann telur mun auðveldara en að semja á enskri tungu. „Andri Már vinur minn er mikill áhrifavaldur hjá mér. Sem og MC Gauti, Óskar Axel og Erpur, svo er það Eminem í erlendu deildinni.“

Arnar segist ekki vita hvort hann stefni á frama á tónlistarsviðinu en hann hefur hinsvegar mjög gaman af þessu. Hann hefur alla tíð hlustað mikið á rapp.

Arnar ætlar sér að byrja strax á fleiri lögum og ekki ólíklegt að meira muni heyrast frá honum á næstu misserum enda er hann alltaf að semja. „Maður er alltaf að skrifa eitthvað niður. Það kom fyrir þegar ég var í skólanum og leiddist þá var maður að hripa niður texta.“ Arnar ætlar svo í FS á næsta ári og þá langar hann helst að læra bifvélavirkjun eða í íþróttafræði, það sé enn óráðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

MC Narri fílar

Skyndibitinn - Hamborgari og KFC, ekki má gleyma því.

Kvikmyndin - Harry Potter myndirnar, langar og skemmtilegar.

Tónlistin - Núna hlusta ég mikið á Eminem, sérstaklega gamla efnið. Svo eru það Blazroca og MC Gauti.

Sjónvarpsþátturinn - Two and a half men og How I met your mother.

Hlutur - Derhúfan, Síminn og skórnir.

Maturinn - Kalkúnn, klárt mál.

Drykkur - Bara vatn.