Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sambíóin bjóða Leikjaskólanum í bíó
Þriðjudagur 22. júlí 2003 kl. 15:54

Sambíóin bjóða Leikjaskólanum í bíó

Sambíóin í Keflavík buðu krökkum á Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur í bíó í gær. Farið var í tveimur hópum, fyrri hópurinn fór kl. 9.30 en seinni hópurinn kl. 13.30. Krakkarnir skemmtu sér konunglega en þau fengu að sjá krakkamyndina „Thunderpants“, sem á íslensku gæti hljóðað „Þrumubrækurnar“.Einar Haraldsson formaður Keflavíkur vildi koma þökkum til Sambíóanna í Keflavík fyrir þetta rausnarlega boð.

Mynd: Krakkahópurinn sem mætti á seinni sýninguna í Sambíóunum. Hress að lokinni sýningunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024