Sálin um páskana og Bergásball í Offanum 1. maí
Páska- og vor dagskrá Officera-Klúbbsins liggur nú fyrir. Sunnudaginn 4. apríl, aðfaranótt 2. í páskum, verður stórdansleikur með Sálinni hans Jóns míns.
Dansleikir sveitarinnar eru fyrir löngu orðnir annálaðir fyrir frábæra mætingu, leikgleði og skemmtun. Forsala verður sem fyrr í Gallerí þegar nær dregur.
Bergás ballið "heimsfræga" verður svo að vanda fyrstu helgina í maí eða nánar tiltekið laugardagskvöldið 1. maí og verður dagskrá kvöldsins með hefðbundnu sniði enda skipulagt af þeim sem skipulagt hafa Bergás böllinn í áraraðir.
Alli Jónatans teygir sig eftir gömlu diskó hitturum úr Bergás-diskóbúrinu og gógó pæjur í loðfeldum dilla sér takt.