Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sálin í Offanum í kvöld
Laugardagur 2. janúar 2010 kl. 18:20

Sálin í Offanum í kvöld



Hinn árlegi yfirdansleikur Sálarinnar hans Jóns míns verður haldinn í Officera Klúbbnum í kvöld, 2. janúar. „Það verður fyrsta flugeldasýningin í Officera Klúbbnum á árinu 2010. Þá ættu allir að vera búnir að safna nægum jóla-óróa í sig til að hrista sig áfram í geggjuðu gargi með Stebba Hilmars og Sálinni. Það eru engin böll stærri eða flottari á Reykjanesskaganum en Sálarböllin í Offanum.“ segir Einar Bárðarson í Officera Klúbbnum.

Sérstakur heiðursgestur á ballinu í kvöld verður enginn annar en handboltakappinn Logi Geirsson og mun hann stjórna danssporunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024