Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sálin hans Jóns míns í Offanum um páskana
Miðvikudagur 8. apríl 2009 kl. 22:53

Sálin hans Jóns míns í Offanum um páskana

- sætaferðir úr Reykjavík og forsölumiðar að seljast upp

Nú hafa náðst samningar á milli sérleyfishafa og Officera Klúbbsins um sætaferðir til og frá Reykjavík á dansleiki Officera Klúbbsins. Sætaferðir verða í boði fyrir Sálarballið og fara rútur ( athugið fleirtöluna ) frá BSÍ, Reykjavík klukkan 23:00 páskadagskvöld sem lenda í Officera Klúbbnum um miðnætti þega húsið opnar. Rúturnar leggja svo af stað í bæinn skömmu eftir að dansleik líkur. "Það var mikið hringt útaf þessu í kringum opnunina hjá okkur en þá náðum við ekki að koma þessu við en núna er þetta frágengið og gíðarlega gaman að geta boðið gestum uppá þetta. Mikið öryggi líka þar sem fólk getur núna bara slakað á og notið kvöldsins" sagði Einar Bárðarson eigandi Officera Klúbbsins. Ekki hefur verið boðið uppá sætaferðir á Sveitaböll utan höfuðborgarinnar í háa herranns tíð og verður þetta kærkomin þjónusta við dansþyrsta gesti. Miðaverð í sætaferðirnar eru 2000 krónur í mann fyrir báðar leiðir.

MEIRA UM PÁSKABALL OFFICERA KLÚBBSINS
Eftir frábæra opnunarveislu í síðustu viku, blæs Officera klúbburinn á Keflavíkurflugvelli enn og aftur til stórveislu. Nú er það vinsælasta ballhljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns, sem spilar í klúbbnum. Sálin hefur verið í miðsvetrarfríi síðustu mánuði en þeir ætla nú að telja í og taka nettan túr um landið og að sjálfsögðu með viðkomu í bítlabænum. Það verður á miðnætti sjálfan páskadag sem Jens Hansson og félagar ætla að blása í lúðra, lemja á húðir, slá á strengi og þenja raddbönd. Síðustu böll þeirra félaga suður með sjó hafa verið vægast sagt gríðarlega vel heppnuð og er ekki von á verri stemningu í þetta skiptið. Skemmtanalögreglan í Reykjanesbæ, Dj Atli, hitar upp og forsala miða verður í Gallerí Keflavík frá og með mánudeginum 6. apríl.

NÝTT RAFMAGN OG NÝIR MAGNARAR SEM NÁ UPPÍ ELLEFU
Sálin er fyrsta hljómsveitin á landinu sem skipt hefur út öllum mögnurum sveitarinnar fyrir nýja tegund magnara sem eru þeir fyrstu í heiminum sem ná uppí ellefu í stað hinna hefðbundu magnara sem ná uppí tíu. "Nokkrir handsmíðaðir magnarar hafa hingað til verið fluttir til landsins en nú er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé sem hljómsveit skipti öllum mögnurum fyrir heila línu af ellefu mögnurum", sagði talsmaður sveitarinnar. Magnararnir eru af gerðinni Eleven. Á sama tíma hefur Officera klúbburinn látið skipta út öllu 110w rafmagni fyrir hinn íslensku 220w og hafa mælingar leitt í ljós að soundið er töluvert betra í 220w.

KONA SEM KEMUR Á ÓVART, FUNDIN Í KEFLAVÍK ?
Sagan segir að konan sem kom Stefáni Hilmarssyni og Sálinni á óvart í textanum við lagið Netfanginn ( Ég segi það satt ), sé búsett í Reykjanesbæ. Hún sé ekki búsett í Tokyo eins og haldið var fram í laginu á sínum tíma. Hún er víst löngu hætt að koma á óvart og hefur mætt á hvert einasta ball Sálarinnar síðan lagið kom út árið 1995.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024