Sagnakvöld í veitinga- og kaffihúsinu Flösinni á Garðskaga
Sagnakvöld verður haldið á Flösinni nk. fimmtudag kl. 20, en þessi uppákoma er hluti af hátíðardagsskrá vegna 100 ára afmælis Garðs. Á þessu sagnakvöldi verðus skyggnst inn í mannlífið í Garðinum en margt
hefur breyst í Garði á skömmum tíma.
Þeir Ásgeir Hjálmarsson frá Nýjalandi, Hörður Gíslason frá Sólbakka og Gylfi Guðmundsson sem bjó í Gerðaskóla um tíma munu segja sögur af fólki, skemmtilegum uppákomum og lífinu í Garði. Sögumenn eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Garðinum og búið hér í einhvern tíma og frásagnir þeirra endurspegla samfélagið í Garði í gegnum tíðina. Það er því fróðlegt og skemmtilegt fyrir Garðbúa og aðra gesti á öllum aldri að heyra sögur kvöldsins.
Sagnakvöldið er annar afmælisatburður ársins en Garðbúar geta fagnað hundrað ára afmæli bæjarins á skemmtilegum viðburðum í hverjum mánuði ársins 2008.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
hefur breyst í Garði á skömmum tíma.
Þeir Ásgeir Hjálmarsson frá Nýjalandi, Hörður Gíslason frá Sólbakka og Gylfi Guðmundsson sem bjó í Gerðaskóla um tíma munu segja sögur af fólki, skemmtilegum uppákomum og lífinu í Garði. Sögumenn eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Garðinum og búið hér í einhvern tíma og frásagnir þeirra endurspegla samfélagið í Garði í gegnum tíðina. Það er því fróðlegt og skemmtilegt fyrir Garðbúa og aðra gesti á öllum aldri að heyra sögur kvöldsins.
Sagnakvöldið er annar afmælisatburður ársins en Garðbúar geta fagnað hundrað ára afmæli bæjarins á skemmtilegum viðburðum í hverjum mánuði ársins 2008.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson