Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnakvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 10:07

Sagnakvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík

Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:00 - 22:00 ætla leiðsögumennirnir Sigrún Franklín, Ómar Smári Ármannsson og Dagbjört Óskarsdóttir að bjóða íbúum og öðru áhugasömu fólki upp á sagnakvöld í Saltfisksetrinu á vegum Leiðsögumanna s.e.s í samvinnu við Menningarnefnd Grindavíkur og FERLIR.

Saga Grindavíkur er mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa og annarra gesta.

"Sök bítur sekan" nefnist frásögn Sigrúnar um Carl Nilsson skipstjóra á togaranum Anlaby er fórst við Jónsbásakletta 1902. Bjallan úr því skipi prýðir klukknaportið í Staðarkirkjugarði.

Ómar sýnir myndir af minjum er sagnir og heimildir tengja atburðum frá Tyrkaráninu 1627 og enn má sjá á allnokkrum stöðum í umdæmi Grindavíkur.
Dagbjört segir gamansögur af "merku" fólki í Grindavík.

Milli atriða verður flutt ljóðið Vendetta eftir Jón Trausta og fjöldasöngur við undirleik.
Að lokum verður boðið upp á kaffi og kleinur.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Af vef Leiðsögumanna Reykjaness
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024