Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnakvöld í Keflavíkurkirkju í kvöld
Fimmtudagur 19. mars 2009 kl. 11:06

Sagnakvöld í Keflavíkurkirkju í kvöld

Fimmtudaginn 19. mars kl. 20-22 verður sagnakvöld í Keflavíkurkirkju í umsjón sjf menningarmiðlunar og styrkt af Manngildissjóði Reykjanesbæjar.


Tónlistarlíf í bítlabænum Keflavík
Vignir Bergmann, kennari og tónlistarmaður hefur spilað í hljómsveitum í gegnum tíðina og þekkir vel sögu tónlistarlífs í bænum. Hann mun segja frá sinni upplifun og jafnframt spila lög sem komu út á hljómdiskinum Sögur af Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Saga skólahalds í Keflavík

Hildur Harðardóttir, f.v. kennari mun segja frá upphafi skólahalds í Keflavík á 19. öld. Allt frá því að kennslan fór fram í einni stofu til skólabygginga nú-til-dags.

Bernska móður minnar
Sigrún Jónsd. Franklín menningarmiðlari og umsjónarmaður sagnakvölda mun segja frá tíðarandanum þegar móðir hennar var að alast upp í Keflavík á miðri 20. öldinni, einstökum atburðum, s.s. jólatrésbrunanum 1935 og ýmsu fleiru.

Tilvalið er að taka með sér vinkonur og vini, skella sér á sagnakvöld og njóta menningararfleiðar. Heitt verður á könnunni og allir eru velkomnir.

Bókin Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda verður á sérstöku tilboðsverði. Hljómdiskurinn Sögur af Suðurnesjum og bækur Hildar Sagnir úr Reykjanesbæ og Sagnir úr Garði og Sandgerði verða jafnframt til sölu.

Nánari upplýsingar
Sigrún Jónsd. Franklín, menningarmiðlari
gsm 6918828/ [email protected]
www.sjfmenningarmidlun.is