Sagafilm og Kadeco bjóða Suðurnesjamönnum í heimsókn
Sagafilm og Kadeco bjóða íbúum Reykjaness að skoða upptökusvæði Biggest Loser, í officeraklúbbnum á morgun laugardaginn 23. nóvember milli kl. 14 og 16.
Gestum gefst þá tækifæri til að sjá hvernig sviðsmyndin lítur út og fá innsýn í það hvernig framleiðsla þáttanna fer fram.
Sagafilm er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins og valdi Ásbrú og Reykjanes sem sögusvið Biggest Loser Ísland.
Fyrirtækið framleiðir auglýsingar, sjónvarpsþætti og kvikmyndir og vinnur fyrir innlenda sem og erlenda aðila.
Þættirnir verða sýndir á SkjáEinum í byrjun næsta árs.
Verið velkomin í Officeraklúbbinn, laugardaginn 23. nóvember á milli kl. 14 og 16.