Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Saga Hafna komin út
Miðvikudagur 18. júní 2003 kl. 12:05

Saga Hafna komin út

Mánudaginn 16. júní var útgáfu bókarinnar Saga Hafna fagnað í sóknarheimilinu við Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Fjöldi manns var við athöfnina, en Árni Sigfússon bæjarstjóri setti athöfnina. Jón Borgarsson formaður rithefndar flutti ávarp og gerði grein fyrir störfum ritnefndarinnar, en vinnsla bókarinnar hófst seinnipart árs 1998. Í bókinni er saga Hafnahrepps rakin frá landnámi og til okkar daga, en Jón Þ. Þór skrifaði bókina. Bókin er 270 blaðsíður að lengd og er í henni að finna fjölda ljósmynda.Ritnefnd bókarinnar skipuðu:
Jón Borgarsson, Arndís Antonsdóttir, Þóroddur Vilhjálmsson, Borgar Jónsson, Ingvi Brynjar Jakobsson, Ingvi Brynjar Jakobsson, Bergþóra Káradóttir, Atli Eyþórsson og Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir.


VF-ljósmynd: Jón Þ. Þór bókarritari og Jón Borgarsson formaður ritnefndar afhenda Árna Sigfússyni bæjarstjóra fyrsta eintakið af bókinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024