Saga Hafna komin út
Mánudaginn 16. júní var útgáfu bókarinnar Saga Hafna fagnað í sóknarheimilinu við Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Fjöldi manns var við athöfnina, en Árni Sigfússon bæjarstjóri setti athöfnina. Jón Borgarsson formaður rithefndar flutti ávarp og gerði grein fyrir störfum ritnefndarinnar, en vinnsla bókarinnar hófst seinnipart árs 1998. Í bókinni er saga Hafnahrepps rakin frá landnámi og til okkar daga, en Jón Þ. Þór skrifaði bókina. Bókin er 270 blaðsíður að lengd og er í henni að finna fjölda ljósmynda.Ritnefnd bókarinnar skipuðu:
Jón Borgarsson, Arndís Antonsdóttir, Þóroddur Vilhjálmsson, Borgar Jónsson, Ingvi Brynjar Jakobsson, Ingvi Brynjar Jakobsson, Bergþóra Káradóttir, Atli Eyþórsson og Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir.
VF-ljósmynd: Jón Þ. Þór bókarritari og Jón Borgarsson formaður ritnefndar afhenda Árna Sigfússyni bæjarstjóra fyrsta eintakið af bókinni.
Jón Borgarsson, Arndís Antonsdóttir, Þóroddur Vilhjálmsson, Borgar Jónsson, Ingvi Brynjar Jakobsson, Ingvi Brynjar Jakobsson, Bergþóra Káradóttir, Atli Eyþórsson og Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir.
VF-ljósmynd: Jón Þ. Þór bókarritari og Jón Borgarsson formaður ritnefndar afhenda Árna Sigfússyni bæjarstjóra fyrsta eintakið af bókinni.