Safndiskur með Ljósanæturlögum kominn út
Í tilefni af 10 ára afmæli Ljósanætur, menningar-, og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar 3. - 6. september n.k er kominn út diskur með öllum lögunum sem unnið hafa Ljósalagskeppnina frá upphafi.
Keppnin um Ljósalagið var fyrst haldin árið 2002 þar sem leitað var einkennislagi Ljósanætur og sigraði Ásmundur Valgeirsson þá með lagið „Velkomin á Ljósanótt“. Lagið hefur síðan verið flutt við setningu Ljósanætur ár hvert. Síðan þá hefur keppnin verið haldin í ýmsum myndum og mörg góð lög litu dagsins ljós svo sem „Ljóssins englar“ eftir Magnús Kjartansson og „Ástfangin“ eftir Védísi Hervöru. Árið 2007 var engin keppni haldin en Jóhann Helgason fenginn til að semja Ljósalag og fékk það nafnið „Ó, Keflavík“.
Í ár var tekin sú ákvörðun að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar með því að velja lag úr hans safni með Ljósalag árins en Rúnar var Listamaður Reykjanesbæjar síðustu æviár sín.
--
Mynd: Baldur Guðmundsson frá Geimsteini afhenti Valgerði Guðmundsdóttir, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Steinþóri Jónssyni, formanni Ljósanæturnefndar, fyrsta eintakið af nýja Ljósanæturdiskinum.