Safnarar koma saman í Reykjanesbæ
Farskóli FÍSOS er nú haldinn 15. árið í röð. FÍSOS stendur fyrir Félagi íslenskra safna og safnmanna. Starfsmenn á íslenskum söfnum hafa nú komið saman einu sinni á ári víðsvegar um landið til að hlýða á erindi og hitta félaga af öðrum söfnum.
Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kemur hingað á Suðurnesin. Nú eru 94 safnmenn búnir að skrá sig til þátttöku þannig að þetta verður með fjölmennari skólum. Jafnframt verða íslensku safnaverðlaunin veitt í fjórða sinn, að þessu sinni fyrir framúrskarandi störf við rannsóknir og útgáfustarf. Það eru tvö safnmannasamtök sem standa að verðlaununum Íslandsdeild ICOM og FÍSOS.
15. Farskóli FÍSOS
haldinn í Reykjanesbæ 8. til 10. október 2003
Miðvikudagur 8. október
kl 13:15 Aðalfundur FÍSOS
kl. 17:00 Móttaka bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Afhending íslensku safnaverðlaunanna.
Íslandsdeild ICOM og FÍSOS, frú Vigdís Finnbogadóttir
Setning Farskólans
Sigrún Ásta Jónsdóttir, skólastjóri
Fimmtudagur 9. október
kl. 9:00 Jón Sigurpálsson, Byggðasafni Vestfjarða
Ísfirska aðferðin
kl. 9:30 Brynhildur Ingvarsdóttir, Þjóðminjsafni Íslands
Miðlun í safnastarfi: Nýtt miðlunarsvið Þjóðminjasafns Íslands
kl. 10:00 Kaffi
kl. 10:15 Nathalie Jacqueminet, Þjóðminjasafni Íslands
Samtímaminjar og fyrirbyggjandi forvarsla: við hverju má búast eftir 50 ár?
kl. 10:45 Jóhann Ásmundsson, Minjasafni Egils Ólafssonar, Hnjóti
Stafrænt landslag menningarminja
kl. 11:15 Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Árbæjarsafni
Söfnun samtímaminja
kl. 11:45 Hádegishlé
kl. 13:15 Skýrslan: “Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008”
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, kynnir skýrsluna
Umræður og fyrirspurnir
kl. 14:30 Kaffi
Umræður og fyrirspurnir
kl. 15:30 Kynning á Reykjanesbæ, ferð út í Garð og Sandgerði.
kl. 20:00 Hátíðarkvöldverður, árshátíð FÍSOS
Gestir kvöldsins eru: Guðbergur Bergsson og Rúnar Júlíusson
Föstudagur 10. október
kl. 9:00 Rakel Pétursdóttir, Listasafni Íslands
Grunnþættir í safnastarfsemi og söfn á Íslandi..
kl. 9:30 Rakel Halldórsdóttir, Safnaráði
Nýjungar í safnastarfsemi
kl. 10:00 Kaffi
kl. 10:15 Inga Hlín Pálsdóttir
Markaðssetning safna
kl. 11:00 Heimsókn í Saltfisksetið í Grindavík
kl. 12:30 Hádegismatur og slit farskólans.