Safnahelgi á Suðurnesjum framundan
Söfn á Suðurnesjum bjóða upp á sameiginlega dagskrá í nú um helgina undir yfirskriftinni „Safnahelgi á Suðurnesjum".
Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og í boði er fjölbreytt menningardagskrá við allra hæfi. Á morgun, laugardag, hefst jafnframt menningarvika í Grindavík með þéttskipaðri dagskrá næstu daga.
Prentaðri dagskrá hefur verið dreift inn á heimili á Suðurnesjum en hana er einnig hægt að nálgast hér á vefslóðinni www.safnahelgi.is
---
VFmynd/elg - Frá Listasafni Erlings Jónssonar í Grófinni.