Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Safnaði fé til rannsókna á hvítblæði
Sunnudagur 21. september 2008 kl. 13:10

Safnaði fé til rannsókna á hvítblæði

Dr. Guðmundur Vignir Helgason safnaði rúmlega 280.000 íslenskum krónum eða 1.716 pundum í styrktargöngu sem hann fór í sumar ásamt fleirum. „Samtals söfnuðum við sem fórum í gönguna um 22.000 pundum sem eru um 3.6 millj. kr. Styrkurinn á eftir að nýtast vel til áframhaldandi rannsóknarstarfa á stofnuninni,” segir Vignir en hann starfar á Paul O'Gorman rannsóknarstöðinni í Glasgow þar sem fram fara rannsóknir á hvítblæði. Vignir er doktor í líffræði við rannsóknarstöðina.
„Ég er mjög ánægður með að hafa safnað 1.716 pundum“ segir Vignir sem lauk göngunni 21.júní og bárust styrkir í verkefnið til 21.ágúst.

Gönguferðin var á hæstu fjöll Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum sem tókst mjög vel, þrátt fyrir leiðinda veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Vignis ganga rannsóknir við stöðina vel; „ég er nýkominn frá Boston þar af alþjóðlegri ráðstefnu um hvítblæðisrannsóknir. Þar hélt ég stuttan fyrirlestur og kynnti mitt verkefni og mínur nýjustu niðurstöður, sem fjalla um hvaða aðferðum verði að beita til að vinna bug á þeim krabbameins-stofnfrumum sem oft lifa af lyfjameðferð og valda í kjölfarið lyfjaónæmi. Ráðstefnan var mjög góð og undirstrikaði þær framfarir sem eru í gangi varðandi stofnfrumu-og hvítblæðisrannsóknir,“ sagði G. Vignir og vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem lögðu honum og verkefninu lið.