Safnaðarheimilinu færður kross
Hjónin Ottó Þormar og Hrafnhildur Geirsdóttir og börn þeirra færðu Safnaðarheimilinu í Sandgerði kross að gjöf . Veglegir aðventutónleikar fóru fram í Safnaðarheimilinu um síðustu helgi og var krossinn afhentur við það tækifæri.
Krossinum hefur verið komið fyrir á gluggavegg í kór. Hann er hannaður af Magnúsi Ólafssyni arkitekt, sem er hönnuður Safnaðarheimilisins. Krossinn er úr rústfríu stáli smíðaður hjá Geislatækni ehf. í Garðabæ
Gluggar í kór eru skreyttir glerlistaverki eftir listakonuna Höllu Haraldsdóttur en þeir voru gefnir fyrir nokkrum árum af Jóhönnu Sigurjónsdóttur til minningar um eiginmann hennar Jón Erlingsson. Hinn nýi kross er hannaður með tilliti til glerlistaverks sem fyrir er í gluggunum.
Reynir Sveinsson formaður sóknanefndar tók við gjöfinni og færði þeim hjónum þakkir fyrir rausnalega gjöf.
Mynd/Reynir Sveinsson – www.245.is