Safnað fyrir línuhraðli
Sóknarnefndin í Grindavíkurkirkju vill velja athygli á söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á Landspítalanum en Agnes M. Sigurðardóttir, greindi frá þessu við slit prestastefnu fyrr á árinu. Ákveðið var í samráði við forstjóra Landspítalans safna fyrir línuhraðli sem er geislatæki sem notað er við meðferð á öllum tegundum af krabbameini.
Söfnunarreikningur hefur verið opnaður:
Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning 0301-26-050082, kt. 460169-6909. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma:
9041000 til að gefa 1000 krónur
9043000 til að gefa 3000 krónur
9045000 til að gefa 5000 krónur