Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Sælla er að gefa en þiggja“ á Þemadögum í FS
Frá Hljóðnemanum hjá FS í gærkvöld? VF-mynd/pket.
Fimmtudagur 18. febrúar 2016 kl. 12:35

„Sælla er að gefa en þiggja“ á Þemadögum í FS

Dagna 18. og 19. febrúar verða þemadagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mun þema dagana verða „Sælla er að gefa en þiggja“.

Fyrri daginn munu nemendur taka þátt í hinum ýmsu námskeiðum. Nemendur velja sér eitt námskeið fyrir hádegi og eitt eftir hádegi. Einnig verða þeir með kaffihús, þar sem þeir bjóða gestum upp á kaffi, kakó og kökur gegn vægu gjaldi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á föstudeginum verður markaðsstemmning í FS, þar sem afrakstur námskeiðanna verður til sölu fyrir gesti og gangandi. Ýmis tónlistaratriði verða á sal og uppistand frá þjóðþekktum aðilum. Það sem safnast á föstudeginum mun síðan renna til góðgerðamála.

Dagskrá föstudagsins á sviði skólans verður sem hér segir:

10:00   Ómar syngur.

10:15   Guðrún Pálína sigurvegari í hljóðnemanum 2015 syngur.

10:30   Steinar B.

11:00   Sólmundur Hólm með uppistand.

11:30   Sigurður Smári syngur.

11:45   Sigga Ey syngur.

12:00   Glowie.

12:30   Sigurvegari í Hljóðnemanum 2016 syngur.

Skyldumæting er á Þemadaga en almenningur er velkominn á föstudeginum.

Frá þemadögum FS í fyrra.