Sælkera vatnsdeigsbollur
– Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með skemmtilegt matarblogg
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir í Reykjanesbæ heldur úti skemmtilegu bloggi á http://www.gigjas.com/
Nú þegar bolludagurinn er handan við hornið þá hefur Gígja birt einfalda uppskrift af góðum sælkera vatnsdeigsbollum. Uppskriftin var m.a. birt í tímaritinu Monitor nú í vikunni en myndirnar með uppskriftinni tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta.
SælkeraBollur Uppskrift
Vatnsdeigsbollur (ca 10 stk, hægt að tvöfalda hana)
80gr smjör
2 dl vatn
2 stór egg
2 og hálfur dl hveiti
salt á hnífsoddi
Magn eftir smekk af:
Nutella
karmellukurl
Rjóma
Jarðaberjum
Bönunum
Aðferð:
Hitið ofninn í 200 gráður á blæstri
1. Byrjið á að setja smjör og vatn í pott og látið sjóða í 1-2 mín.
2. Potturinn tekinn af hellunni og hveitinu og saltinu bætt út í og hrært með sleif þangað til það kemur falleg áferð á deigið.
3. Degið er látið kólna í smá stund, eða þangað til það er hægt að snerta degið og það er hætt að rjúka úr því.
4. Deigið sett í hrærivél og einu eggi í einu bætt við blönduna.
5. Þar næst er deigið sett á bökunarplötu með skeið eða sprautu og inn í ofn í 20-25 mínútur. Alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur því annars er hætta á því að bollurnar falli.
Rjóminn þeyttur og ávöxtunum blandað saman við með sleif, skellt á bollurnar og Nutella á toppinn.
1. Byrjið á að setja smjör og vatn í pott og látið sjóða í 1-2 mín.
2. Potturinn tekinn af hellunni og hveitinu og saltinu bætt út í og hrært með sleif þangað til það kemur falleg áferð á deigið.
3. Degið er látið kólna í smá stund, eða þangað til það er hægt að snerta degið og það er hætt að rjúka úr því.
4. Deigið sett í hrærivél og einu eggi í einu bætt við blönduna.
5. Þar næst er deigið sett á bökunarplötu með skeið eða sprautu og inn í ofn í 20-25 mínútur. Alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur því annars er hætta á því að bollurnar falli.
Rjóminn þeyttur og ávöxtunum blandað saman við með sleif, skellt á bollurnar og Nutella á toppinn.
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með sælkera vatnsdeigsbollurnar.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson