Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ruth og Ásdís Rán sigruðu Mylluvisjón
Sigurvegarnir Ásdís Rán og Ruth.
Föstudagur 10. maí 2013 kl. 09:58

Ruth og Ásdís Rán sigruðu Mylluvisjón

Glæsileg söngkeppni í Myllubakkaskóla

Á miðvikudaginn fór fram hin árlega söngkeppni, Mylluvisjón, sem að þessu sinni var hluti af Barnahátíð Reykjanesbæjar. Alls sýndu nemendur Myllubakkaskóla 25 atriði í aldursflokkunum 3. - 6. bekkur og 7. - 10. bekkur. Keppnin var skemmtileg og voru allir keppendur mjög frambærilegir. Leikar fóru þannig að í yngri flokknum sigraði Ruth Jose með lagið Believe og í eldri flokknum sigraði Ásdís Rán Kristjánsdóttir með lagið Chasing pavement. Nemendur, foreldrar, systkini, gamlir nemendur og fleiri áhugasamir fylltu hátíðarsal Myllubakkaskóla og studdu vel við bakið á þessum ungu og efnilegu krökkum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024