Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rússnesk tónlist, franskir töfrar og glimrandi íslenskt verk
Mánudagur 2. maí 2016 kl. 12:29

Rússnesk tónlist, franskir töfrar og glimrandi íslenskt verk

– á næstu tónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar

Á næstu tónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar, laugardaginn 7. maí kl. 13 í Bergi, leikur Nótus Tríó rússneska tónlist, franska töfra og glimrandi íslenskt verk. Flutt verða verk eftir Tatyana Nikolayeva, Jacques Ibert og Martin Frewer.

Nótus Tríó var stofnað árið 2010 af Pamelu De Sensi þverflautu, Martin Frewer víólu/fiðla og Ingunni Hildi Hauksdóttur píanó. Helsta hugðarefni tríósins er ný íslensk tónlist. Á ferli sínum hefur Tríóið komið fram á fjölmörgum tónleikum víða um Ísland og einnig farið í tónleikaferðir til Bretlands og Ítalíu við góðar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Í águst fer tríóið í 10 daga tónleikaferð til Spánar þar sem flutt verður aðallega ný íslensk tónlist, sem sérstaklega er samin fyrir tríóið.

Aðgangseyrir er 1.500kr.
Fyrir félagsmenn og nemendur Tónlistarskóla Rnb. 1.200kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024