Rúnni Júll gefur út diskinn "Það þarf fólk eins og þig"
Guðmundur Rúnar Júlíusson gaf nýverið út 10 laga geislaplötu sem ber nafnið "Það þarf fólk eins og þig". Um er að ræða tíu ný lög og texta eftir Rúnar en diskurinn var tekinn upp í hljóðveri Rúnars, Geimsteini. Rúnar fékk m.a. Gáluna og Fálka frá Keflavík sér til aðstoðar á disknum ásamt ýmsum öðrum.
Rúnar sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög sáttur með diskinn. "Útkoman er mjög góð og er ég mjög ánægður með allt ferlið. Ég fékk til liðs við mig unga tónlistarmenn sem standa sig mjög vel. Maður er auðvitað alltaf hressastur með nýjasta afrekið en að þessu sinni er ég óvenjulega sáttur".
Hvernig diskur er þetta?
"Þetta er rokkaðri diskur en síðustu diskar og öðruvísi skref fram á við. Í raun ný aðferðarfræði".
Hvernig hafa viðbrögð fólks verið við disknum?
"Diskurinn er auðvitað nýkominn á markað en viðbrögðin hafa mjög góð. Hann hefur fengið góða spilun í útvarpi, t.d. á Rás 2 og þeir blaðamenn og þáttargerðarmenn sem ég hef rætt við segja útkomuna góða".
Rúnar sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög sáttur með diskinn. "Útkoman er mjög góð og er ég mjög ánægður með allt ferlið. Ég fékk til liðs við mig unga tónlistarmenn sem standa sig mjög vel. Maður er auðvitað alltaf hressastur með nýjasta afrekið en að þessu sinni er ég óvenjulega sáttur".
Hvernig diskur er þetta?
"Þetta er rokkaðri diskur en síðustu diskar og öðruvísi skref fram á við. Í raun ný aðferðarfræði".
Hvernig hafa viðbrögð fólks verið við disknum?
"Diskurinn er auðvitað nýkominn á markað en viðbrögðin hafa mjög góð. Hann hefur fengið góða spilun í útvarpi, t.d. á Rás 2 og þeir blaðamenn og þáttargerðarmenn sem ég hef rætt við segja útkomuna góða".