Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rúnar Júlíusson – Nostalgía – GSCD 222
Þriðjudagur 18. apríl 2006 kl. 09:51

Rúnar Júlíusson – Nostalgía – GSCD 222

„Nostalgía“ er ný hljómskífa frá Rúnari Júlíussyni og enn ein skrautfjöðurin í hatt þessa ástsæla og síunga listamanns. Á „Nostalgíu“ flytur Rúnar nokkra af eftirlætissöngvum sínum frá æskuárunum í Keflavík, með aðstoð valinkunnra hljóðfæraleikara.
Lögin eru m.a. eftir þá Oddgeir Kristjánsson, Jón Múla Árnason og Freymóð Jóhannsson, auk þess sem Rúnar semur sjálfur eitt lag, „Bænastund í miðjum bænum“, sérstaklega fyrir plötuna. Þá ljóðskreytir Einar Már Guðmundsson, skáld, textabækling.
Það eru þeir Guðmundur Pétursson, Sigurður Guðmundsson, Birgir Baldursson, Þórður Högnason og Mikael Svensson sem sjá um hljóðfærðaleik. Upptökumaður er Guðmundur Kristinn Jónsson. Geimsteinn gefur út.

1. Söngur villiandarinnar (Sænskt alþýðulag/Jakob Hafstein) 3:11
2. Ágústnótt (Oddgeir Kristjánsson/Árni úr Eyjum) 2:07
3. Ástarvísa hestamannsins (Carl Billich/Sverrir Haraldsson) 2:25
4. Æskuminning (Ágúst Pétursson/Jenni Jónsson) 3:06
5. Hreðavatnsvalsinn (Knútur R. Magnússon/Atli S. Þormar) 2:15
6. Það sem ekki má (Jón Múli Árnason/Jónas Árnason) 3:24
7. Draumur fangans (Freymóður Jóhannsson) 3:02
8. Vökudraumur (Jenni Jónsson) 2:46
9. Heimþrá (Freymóður Jóhannsson) 2:44
10. Bænastund í miðjum bænum (Rúnar Júlíusson) 4:06
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024