Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rúlluskautafjör á Vallarheiði
Laugardagur 22. nóvember 2008 kl. 17:08

Rúlluskautafjör á Vallarheiði



Fólk á öllum aldri á línuskautum, hjólaskautum, rúlluskautum, hlaupahjólum og hvað þetta nú allt heitir, fjölmennti í rúlluskautahöllina á Vallarheiði í dag en þar var opið hús á barnahátíðinni sem var í Reykjanesbæ í dag. Talsverður fjöldi fólks nýtti sér aðstöðuna, en sett var upp jólatré úr ljósum á miðju skautagólfinu, diskóljós í loftið og leikin fjörug tónlist.
Rúlluskautafjörið verður aftur næsta laugardag en skautahöllin er á bakvið Listasmiðjuna á Vallarheiði, við hliðina á Langbest2 við Keilisbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson