Rósin okkar heldur tónleika í Top of the Rock
Þjóðlagahljómsveitin Rósin okkar mun halda tónleika í Top of the Rock - Ásbrú fimmtudaginn 1. október kl. 21:00. Þar mun hljómsveitin leika þjóðlög úr ýmsum áttum; norsk, írsk, skosk og íslensk. Undanfarna mánuði hefur hljómsveitin getið sér gott orð fyrir líflegan tónlistarflutning víða um land.
Það er ekki nokkur ástæða fyrir unnendur góðar tónlistar að láta þetta framhjá sér fara.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Hljómsveitina skipa:
Ari Agnarsson - harmónikka, söngur.
Rósa Jóhannesdóttir - fiðla, Harðangursfiðla, söngur.
Kristján Kristmannsson - gítar, söngur.
Skarphéðinn Haraldsson - gítar, bodhran, söngur.