Heklan
Heklan

Mannlíf

RokkSuð í Festi á föstudag
Þriðjudagur 13. mars 2007 kl. 12:53

RokkSuð í Festi á föstudag

Tónlistarskólinn í Garði, Tónlistarskólinn í Grindavík, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Tónlistarskóli Sandgerðis efna til rokktónleika föstudaginn 16. mars n.k.

Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu Festi, Grindavík og hefjast kl.19.30. Fram koma alls sjö rokkhljómsveitir skipaðar nemendum tónlistarskólanna sem allir eru við nám í skólunum og eru hljómsveitirnar liður í námi þeirra.

Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum hafa í gegnum tíðina verið í all nokkru samstarfi bæði hvað varðar tónleikahald og námskeið fyrir kennara skólanna. Rokktónleikarnir RokkSuð eru liður í þessu farsæla samstarfi, en tónlistarskólarnir hafa áður staðið fyrir slíkum tónleikum og voru þeir mjög vel sóttir.

Suðurnesjamenn eru eindregið hvattir til að mæta á tónleikana í Festi, Grindavík, föstudaginn 16. mars og eins áður segir, þá hefjast tónleikarnir kl.19.30. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.

 Af vef Reykjanesbæjar
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25