Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rokkstokk hljómsveitakeppnin haldin á ný í Frumleikhúsinu
Föstudagur 12. febrúar 2010 kl. 14:47

Rokkstokk hljómsveitakeppnin haldin á ný í Frumleikhúsinu


Rokkstokk, hljómsveita- og tónlistarkeppni fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 13 - 25 ára verður haldin í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 20. febrúar klukkan 17.00.

Keppnin er nú haldin á ný eftir 10 ára hlé og verður hún unnin í samstarfi við Rás 2 sem tekur hana upp og flytur í útvarpsþættinum Skúrnum.

Rokkstokk er samstarfsverkefni Samsuð (samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) og styrkt af menningarráði Suðurnesja.

Meðal verðlauna eru upptökutímar frá Geimsteini, verðlaun frá Tónastöðinni og margt fleira.

Kynnar verða Sigfús Jóhann Árnason og Davíð Már Gunnarsson.

Miðaverð er 500 krónur.
Allar nánari upplýsingar um kepnina er að finna á rokkstokk.net


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024