Rokksafn Íslands opnar í mars
Hönnun sýningar Poppminjasafns Íslands sem mun nú bera heitið Rokksafn Íslands/Iceland Rock Museum var kynnt fyrir menningarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Gert er ráð fyrir að sýningin opni í mars í Hljómahöllinni.
Í Hljómahöll verða samkomuhúsið Stapi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og sýning á vegum Poppminjasafns Íslands.
Menningarráð Reykjanesbæjar fagnar þessu nýja húsi, sem orðið getur einn af burðarásum menningarferðaþjónustu svæðisins og óskar bæjarbúum til hamingju með nýtt húsnæði fyrir tónlistarskólann.