Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rokksafn Íslands opnar í mars
Svona verður umhorfs í Hljómahöllinni þar sem Rokksafn Íslands opnar í mars nk.
Fimmtudagur 23. janúar 2014 kl. 13:18

Rokksafn Íslands opnar í mars

Hönnun sýningar Poppminjasafns Íslands sem mun nú bera heitið Rokksafn Íslands/Iceland Rock Museum var kynnt fyrir menningarráði Reykjanesbæjar á dögunum.  Gert er ráð fyrir að sýningin opni í mars í Hljómahöllinni.

Í Hljómahöll verða samkomuhúsið Stapi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og sýning á vegum Poppminjasafns Íslands.

Menningarráð Reykjanesbæjar fagnar þessu nýja húsi, sem orðið getur einn af burðarásum menningarferðaþjónustu svæðisins og óskar bæjarbúum til hamingju með nýtt húsnæði fyrir tónlistarskólann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024