Rokkheimur Rúnars opinn á sunnudaginn
Rokkheimur Rúnars Júlíussonar verður opinn á sunnudaginn kl. 14-16 fyrir þá sem komust ekki að um Ljósanæturhelgina. Opið verður fyrir hópa eftir pöntunum í síma 861 2062 (Baldur) og 863 7515 (Júlíus) eða á [email protected]
Rokkheimur Rúnars Júlíussonar er við Skólaveg 12 þar sem Rúnar bjó sitt heimili og upptökuheimilið Geimsteinn hefur bækistöðvar. Þar hefur viðbyggingu verið breytt í safn þar sem Rúnars er minnst í myndum, munum og tónlist en af mörgu er að taka frá löngum, farsælum og fjölbreyttum ferli tónlistarmannsins.