Aftan Rokk Festival verður haldið á Paddy´s í kvöld og hefjast rokkið og rólið kl. 21:00. Að sjálfsögðu er frítt inn á þessa mögnuðu skemmtun.
Tommygun og Lena munu spila fyrir áheyrendur en gert er ráð fyrir að leynihljómsveit muni stíga á stokk og verður spennandi að sjá hvað hinn bráðefnilegi Aftan Festival hópur dregur upp úr pokahorninu að þessu sinni.