Rokk og ról, blús og ballöður
-tónleikar í tjaldinu á Ljósanótt
Það var sannkallað rokk og ról í tjaldinu að Íshússtíg 7 á föstudeginum á Ljósanótt en þar komu fram þrjár hljómsveitir sem fluttu frumsamda tónlist í bland við góðar ábreiður.
Boðið var upp á rokk, blús, ballöður og allskonar en fram komu hljómsveitirnar Iceland Express, Kylja og Shitzam.
Boðið var upp á rokk, blús, ballöður og allskonar en fram komu hljómsveitirnar Iceland Express, Kylja og Shitzam.
Iceland Express skipa þau Jens Eiríksson Gítar,Vignir Daðason söngur, Kristinn Gallagher bassi, Sturla Ólafsson trommur. Kylja skipa Sigríður María Eyþórsdóttir söngur, Bjarni Geir Bjarnason Gítar, Atli Reynir Baldursson Gítar, Páll Jóhannesson bassi, Sturla Ólafsson trommur og félagar í Shitzam eru Þorvarður Ólafsson gítar/söngur, Atli Reynir Baldursson gítar, Páll Jóhannesson bassi, Sturla Ólafsson trommur.
Góð stemmning hjá Kylju.