Rokk á Paddý’s
Fríða Dís og Alexandra Ósk Sigurðardóttur, LadieLex, verða með rokktónleika á Paddy’s á fimmtudagskvöldið 26. október.
Suðurnesjamenn þekkja Fríðu Dís Guðmundsdóttur vel en hún hefur starfað við tónlist frá unglingsaldri sem söngkona, texta- og lagasamiður með Klassart og fleiri hljómsveitum.
LadieLex er rokk/popp sólóverkefni Alexöndru Óskar Sigurðardóttur, sem er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og núna búsett í Stokkhólmi. Alexandra á sér langa sögu í íslensku tónlistarlífi hafandi verið meðlimur í rokkhljómsveitinni Hellvar og unnið að nokkruð öðrum indie verkefnum.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				