Roðlaust og beinlaust - heimildarmynd sýnd í Sam bíóinu
Heimildarmyndin „Roðlaust og beinlaust“ um áhöfnina á Kleifarberginu Óf-2 frá Ólafsfirði verður sýnt í SAM bíóunum um helgina.Þessi heimildamynd sýnir óvænta hlið á lífi íslenskra sjómanna, hvunndagshetjum sem hafa fundið skemmtilega leið til þess að létta sér lífið; að spila og syngja saman. Lífið á sjónum er ekki bara puð, það rokkar líka, segir í frétt um myndina.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				