Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Roðagyllum heiminn
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 07:30

Roðagyllum heiminn

Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Þann dag hófst árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn. Þann dag er einnig alþjóðlegur dagur Soroptimista en það er einmitt fyrir tilstuðlan þeirra samtaka og áskorunar frá þeim sem fjöldi fyrirtækja og stofnanna á Suðurnesjum hafa tekið þátt í átakinu „Roðagyllum heiminn“.

Á myndum með fréttinni má sjá orkuver HS Orku í Svartsengi lýst með appelsínugulum ljósum og einnig listaverkið Álög í Sandgerði. Fleiri mannvirki hafa verið lýst upp appelsínugul. Þannig er ráðhúsið í Garði upplýst, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavíkurkirkja, Ytri-Njarðvíkurkirkja og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo einhver mannvirki séu nefnd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024