Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Róbert með rauða nefið
Miðvikudagur 25. mars 2009 kl. 15:34

Róbert með rauða nefið


Á árshátíð Sveitarfélagsins Voga áttu allir að skemmta sér og því var bannað að minnast á kreppu, stjórnmál og vinnuna. Þeir sem urðu uppvísir að því fengu víti sem fólst í því að þurfa  bera eldrautt, stórt trúðanef í þrjár mínútur.

Fyrstur til að klikka á þessu og fá rauða nefið var Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, en hann flutti setningarávarp við upphaf skemmtunarinnar og varð það á að minnast á kreppuna. Þess má geta að öll skemmtiatriði á árshátíðinni voru heimtilbúin og vöktu stormandi lukku.
Fleiri fréttir úr Sveitarfélaginu Vogum verða í Víkurfréttum á morgun á sérstakri fréttasíðu.
----


Efsta mynd : Bæjarstjórinn skartaði rauða nefinu eftir að hafa gleymt sér í setningarávarpinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Freyr Sverrisson sýndi á sér nýjar hliðar og skemmti viðstöddum með töfrabrögðum sem vöktu mikla lukku.



Öll skemmtiatriði á árshátíðinni voru heimatilbúin og slógu í gegn.

Myndir: Guðjón Sverrir Angarsson.