Rjúpnafundur í Reykjanesbæ
 Það er greinilegt að rjúpnaveiðitímabilið er löngu búið því jólasteikurnar góðu eru farnar að gera sig heimakomnar í mannabyggð.
Það er greinilegt að rjúpnaveiðitímabilið er löngu búið því jólasteikurnar góðu eru farnar að gera sig heimakomnar í mannabyggð.
Ljósmyndari Víkurfrétta rakst á þetta óttalausa þríeyki við leikvöllinn í Eyjahverfinu í Reykjanesbæ þar sem þau stóðu og spókuðu sig. Mikil þoka og slæmt skyggni var á Suðvesturhorninu í morgun og er aldrei að vita nema rjúpurnar hafi villst svona duglega af leið sinni.
Þær hurfu hins vegar á brott inn í mistrið þegar þeim fannst ljósmyndarinn orðinn fullágengur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				