Ritstjóri VF gestur Huldu á helgarvakt Rásar 2
Keflavíkurmærin Hulda Geirsdóttir er stjórnandi Helgarvaktarinnar á Rás 2 kl.14-16 í dag. Aðal gestur hennar verður Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.
Hulda sem vann um tíma sem blaðamaður á Víkurfréttum ætlar að spyrja ritstjórann spjörunum úr í tilefni tímamóta hans í vikunni en þá fagnaði útgáfufyrirtæki hans, Víkurfréttir ehf. 30 ára afmæli.