Risaveggmynd fær hressingu
Þessi myndarlega veggmynd á gafli "svarta pakkhússins" í Keflavík hefur verið að fá hressingu síðustu daga. Myndin var máluð fyrir fáum árum og var þá í brúnum og svörtum tónum. Þegar húsakosturinn, sem áður tilheyrði Hf. Keflavík var málaður í gráum lit á dögunum var um tvennt að ræða. Annað hvort að mála yfir myndina eða breyta litunum á henni.Bæjaryfirvöld voru á því að láta myndina standa gegn því að hún yrði löguð til. Hún var því máluð upp á nýtt í nýjum litum og mun prýða húsgaflinn næstu árin.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson